Mat á núgildi loftgæða

Einfölduð framsetning gagna

Vefsíðan andvari.is birtir mjög ítarleg gögn frá mælistöðvum í kring um athafnasvæðið í Helguvík.  Þar má finna töflur með nýjustu mæligildum, gröf sem sýna þróun mæligilda frá því í maí 2016 og möguleika á að hala niður hrágögnum til frekari úrvinnslu.  Gegnsæið er því mikið, en á móti kemur að þeir sem ekki eru sæmilega að sér í heimi tímaraða og tölfræði sjá ef til vill ekki heildarmyndina og finnst framsetningin jafnvel ruglingsleg.

Til að koma á móts við þessa notendur og raunar alla notendur, þá var skoðað hvað hægt væri að gera til að draga út úr gögnunum einhverjar niðurstöður sem væru skiljanlegar og gagnlegar.

Hátt flækjustig

 • Framsetning fyrir almenning
  • Einfalda
  • Draga út niðurstöður
 • Hvaða upplýsingar?
  • Hvað er mikil mengun núna?
  • Er mengun yfir mörkum?
  • Hefur mengun farið yfir mörk?

Mælingar á umhverfisgæðum

Markmið loftgæðamælinga í kring um athafnasvæðið í Helguvík eru þau að tryggja nægilegar og samræmdar mælingar á styrk brennisteinsdíoxíðs, köfnunarefnisdíoxíðs og köfnunarefnisoxíða og svifryks og miðla upplýsingum til almennings um styrk þessara efna.  Þessar upplýsingar eru svo notaðar af yfirvöldum til að tryggja að mengunarvarnir séu það góðar að mæld mengun sé innan viðmiðunarmarka um heilsuvernd sem skilgreind eru í reglugerð.

 

Samanburður mæligilda og viðmiðunarmarka

Viðeigandi gildi, hvort sem þau eru meðaltöl síðustu klukkustundar eða meðaltöl síðasta sólarhrings, eru sótt frá öllum mælistöðvum og hæstu gildi í hverju tilfelli eru sett upp í töflu þar sem þau eru svo reiknuð sem prósenta af viðmiðunarmörkum. 

Loftgæði í Helguvík

Úr þessari töflu er hæsta prósentugildið tekið og það birt sem mat á loftgæðum á þeirri stundu.  Þannig er gerð tilraun til að svara tveimur spurningum í einu: Er mikil mengun núna og er hún yfir mörkum.